Umhverfismál_flokkun_2010 (8)Í haust tók til starfa umhverfisráð við Hrafnagilsskóla. Í ráðinu sitja nemendur úr grunn- og leikskóladeildum skólans ásamt fulltrúum foreldra og starfsmanna. Hlutverk ráðsins er að móta stefnu skólans í umhverfismálum. Eitt af fyrstu verkum ráðsins var að efna til samkeppni um umhverfisveru og nafn á henni. Einnig var keppt um slagorð stefnunnar og heiti á upplýsingavegg. Fyrir valinu varð umhverfisvera sem hönnuð var eftir teikningu Aðalheiðar Önnu Atladóttur í 6. bekk og hlaut hún nafnið Frú Græna en þá hugmynd á Benedikt Máni Tryggvason, einnig í 6. bekk. ,,Ekkert væl, ég flokka með stæl“ var valið slagorð stefnunnar en höfundur þess er Ísak Andri Halldórsson í 4. bekk. Umhverfisveggurinn fékk nafnið Græni væni og það heiti kemur frá Fannari Smára Sindrasyni í 4. bekk.

Frá því í haust hefur skólinn unnið markvisst að flokkun sorps og nú á vordögum er fyrirhugað að skoða orkumálin sérstaklega. Skólinn hefur sótt um að verða aðili að Grænfánanum og meta fulltrúar Landverndar stöðuskólans í haust. Ef skólinn uppfyllir ákveðin skilyrði munum við flagga Grænfánanum í nóvember 2011.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir tengdar umhverfisstarfinu.

Umhverfisráð_nóvember 2010 (6)Umhverfisráð_nóvember 2010 (9)

Val á umhverfisveru, des. 2010, 005Vinningshafar í samkeppni, febrúar 2011 (2)